Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   þri 17. júlí 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Matti Villa: Ég er orðinn smá norskur
Matti á æfingasvæði Rosenborg í dag.
Matti á æfingasvæði Rosenborg í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Matthías Vilhjálmsson er farinn að æfa með Rosenborg að fullum krafti eftir að hafa slitið krossband í hné í september. Hann vonast til þess að koma við sögu á morgun þegar Rosenborg leikur seinni leik sinn gegn Val í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Rosenborg þarf að snúa við 1-0 tapi á Hlíðarenda í síðustu viku. Eftir æfingu í dag spjallaði Matthías við Fótbolta.net og má sjá afraksturinn í sjónvarpinu hér að ofan.

„Það eru miklar væntingar og kröfur gerðar hérna. Við slóum Ajax út í fyrra og komumst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það var ekkert sérstakt fyrir stuðningsmennina og okkur að tapa fyrir liði gegn litla Íslandi. Við þurfum að bæta fyrir það og taka þennan leik alvarlega," segir Matthías.

„Venjulega erum við mjög góðir á okkar heimavelli og sköpum slatta af færum. Þetta er stór grasvöllur og mjög góðir stuðningsmenn. Við förum með fulla trú í þennan leik. Það er bjartsýni en við þurfum að klára okkar verkefni 100%. Fótbolti er fótbolti."

Norðmenn eru meðvitaðir um að ef Valur skorar á morgun þarf Rosenborg að skora þrívegis. Útivallamarkareglan getur reynst hættuleg.

„Markmið okkar í fyrri leiknum var að skora og vinna. Valsmenn voru gríðarlega agaðir og skipulagðir og sköpuðu eiginlega hættulegri færi en við. Það var svekkjandi fyrir okkur. Við þurfum að gera mun betur."

„Ég er orðinn smá norskur, ég verð að viðurkenna það. Ég skil ekki alveg þessa fordóma gagnvart Noregi. Þetta er frábært land og hér hjá Rosenborg er maður í frábæru félagi með frábæra stuðningsmenn. Það er allt gert fyrir leikmennina og fjölskyldulífið er mjög fínt líka," segir Matthías.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Matthías meðal annars um íslenska landsliðið (á meðan viðtalið var tekið var tilkynnt að Heimir yrði ekki áfram), stöðu mála í norsku deildinni og hvort búast megi við góðri mætingu á Lerkendal völlinn á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner