Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. júlí 2018 19:07
Ingólfur Páll Ingólfsson
Meistaradeildin: Arnór á bekknum í sigri Malmö
Arnór var á bekknum í dag.
Arnór var á bekknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrum leikjum er nú lokið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en Arnór Ingvi var á meðal varamanna hjá Malmö í dag.

Arnór Ingvi og félagar í Malmö áttu fínan leik gegn Drita FC frá Kosóvó en mörkin kom þó ekki fyrr en í síðari hálfleik. Malmö sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn engu og viðureignina 5-0 samanlagt.

Hapoel Beer Sheva frá Ísrael sigraði Flora frá Eistlandi 3-1 og kemst auðveldlega áfram í næstu umferð.

Apoel Nicosia frá Kýpur datt úr leik þrátt fyrir eins marks sigur gegn Suduva í kvöld en Suduva sigraði fyrri viðureignina 3-1. Þá komust Kukesi frá Albaníu og HJK Helsinki í næstu umferð eftir sigra í sínum viðureignum.

Malmo FF (Sweden) 2 - 0 Drita FC (Kosovo)
1-0 Carlos Strandberg ('56 )
2-0 Eric Larsson ('61 )

Hapoel Beer Sheva (Israel) 3 - 1 Flora (Estonia)
1-0 Hen Ezra ('15 )
2-0 Hanan Maman ('27 )
3-0 Maor Melikson ('48 )
3-1 Rauno Alliku ('86 )

APOEL (Cyprus) 1 - 0 Suduva (Lithuania)
1-0 Mickael Pote ('20 )

Valletta FC (Malta) 1 - 1 Kukesi (Albania)
1-0 Matteo Piciollo ('67 )
1-1 Irakli Dzaria ('84 )

HJK Helsinki (Finland) 3 - 1 LIF Vikingur (Faroe Islands)
1-0 Joao Klauss De Mello ('1 )
2-0 Evans Russ Mensah ('10 )
3-0 Moshtagh Yaghoubi ('20 )
3-1 Solvi Vatnhamar ('21 )
Athugasemdir
banner
banner
banner