Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mónakó að stela Golovin
Golovin var meðal bestu leikmanna Rússlands á heimsmeistaramótinu.
Golovin var meðal bestu leikmanna Rússlands á heimsmeistaramótinu.
Mynd: Getty Images
Chelsea, Arsenal og Juventus eru meðal félaga sem virtust vera á góðri leið með að krækja í Aleksandr Golovin þar til fyrir skömmu.

Það sem gerðist er að Mónakó bauð í rússneska miðjumanninn og staðfesti varaforseti félagsins að þar á bæ væru miklar vonir bundnar við tilboðið.

„Við erum búnir að bjóða í Golovin, miðjumann CSKA Moskvu," sagði Vadim Vasilyev, varaforseti Mónakó, við Sport Express.

„Við gerðum mjög gott tilboð í leikmanninn og buðum honum frábæran fimm ára samning.

„Við teljum að þetta sé fullkomið skref fyrir Golovin á þessum tímapunkti ferilsins, hann er ennþá ungur.

„Við bindum miklar vonir við þetta tilboð og búumst við svari í dag eða á morgun. Ef því verður hafnað þá leitum við á önnur mið, við viljum fylla í leikmannahópinn sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner
banner