Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. júlí 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo: Juventus eina félagið sem kom til greina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er genginn í raðir Juventus við mikinn fögnuð og fjölmiðlafár.

Ronaldo er búinn að fara í fyrstu viðtölin sín sem leikmaður Juve og rifjaði upp skemmtilegt atvik, þegar hann skoraði stórkostlegt bakfallsspyrnumark á heimavelli Juve í vor.

Stór hluti stuðningsmanna Juventus stóð upp og klappaði fyrir markinu hans Ronaldo sem fer í sögubækurnar sem eitt flottasta mark í sögu keppninnar.

„Ég man þegar ég skoraði stórfenglegt mark gegn því sem er núna mitt lið. Það var einstök stund," sagði Ronaldo við Sky Italia.

„Ég bjóst ekki við því að ég myndi ganga til liðs við andstæðinga mína úr þeim leik en ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun. Núna spila ég fyrir besta lið Ítalíu og eitt af bestu félagsliðum heims.

„Ég man hvað ég var ánægður næstu daga eftir markið. Ég var ekki bara ánægður því ég skoraði frábært mark eða því liðið mitt vann erfiðan leik. Ég var sérstaklega ánægður þökk sé áhorfendum, þökk sé stuðningsmönnum Juventus sem stóðu upp og klöppuðu fyrir markinu mínu. Það var ótrúleg stund.

„Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum. Mér hafði alltaf líkað vel við Juventus en þarna byrjaði mér að líka enn betur við félagið."


Ronaldo segir ennfremur að hann hafi aldrei íhugað að fara neitt annað heldur en til Juventus þegar það rann upp fyrir honum að hann gæti þurft að yfirgefa Real.

„Ég bjóst ekki við að yfirgefa Real en svo gerðist það. Ég sagði umboðsmanninum mínum að ef ég myndi yfirgefa Madríd þá væri það til að ganga til liðs við Juventus. Ekkert annað félag kom til greina.

„Ég vil vinna Meistaradeildina með Juventus. Ég vona að það takist, ég hef fjögur ár hérna, en ég átta mig á því að það verður ótrúlega erfitt. Juve hefur spilað tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni á síðustu fjórum árum, þess vegna er ég hér."


Ronaldo er 33 ára gamall og hefur skorað 120 mörk í 153 meistaradeildarleikjum á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner