Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Risaslagir í undanúrslitum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fara níu leikir fram í enska boltanum á næstu fjórum dögum og verða þeir allir sýndir beint í íslensku sjónvarpi.

West Ham mætir Watford á sportstöð Símans í kvöld. Þar er um að ræða hörkuslag í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar þar sem liðin eru jöfn á stigum, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið og með leik til góða.

Á laugardaginn á Norwich leik við Burnley en eftir að honum lýkur fer stórslagur af stað á Wembley þar sem Manchester City spilar við Arsenal.

Man City hvíldi lykilmenn í 2-1 sigri á Bournemouth í vikunni á meðan Arsenal sigraði nýkrýnda meistara Liverpool með Hector Bellerin og Pierre-Emerick Aubameyang á bekknum til að byrja með.

City hefur unnið síðustu sjö innbyrðisviðureignir liðanna og áhugavert að sjá hvort Mikel Arteta nái að knýja fram taktískan sigur á læriföður sínum Pep Guardiola. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Á sunnudaginn á Bournemouth leik við Southampton áður en Tottenham og Leicester eigast við í stórleik í úrvalsdeildinni. Tottenham þarf sigur í Evrópudeildarbaráttunni á meðan Leicester þarf sigur í Meistaradeildarbaráttunni.

Manchester United og Chelsea mætast í síðasta leik dagsins en þau eigast við í undanúrslitum enska bikarsins. Rauðu djöflarnir hafa unnið fjórar af síðustu fimm innbyrðisviðureignum liðanna. Chelsea hefur ekki haft betur síðan í úrslitaleik FA bikarsins vorið 2018.

Á mánudaginn eru svo þrír leikir á dagskrá í úrvalsdeildinni. Sheffield United og Everton eigast við á sama tíma og Brighton mætir Newcastle. Deginum lýkur á viðureign Wolves og Crystal Palace.

Föstudagur:
19:00 West Ham - Watford (Síminn Sport)

Laugardagur:
16:30 Norwich - Burnley (Síminn Sport)
Enski bikarinn:
18:45 Arsenal - Man City (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
13:00 Bournemouth - Southampton (Síminn Sport)
15:00 Tottenham - Leicester (Síminn Sport)
Enski bikarinn:
17:00 Man Utd - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
17:00 Sheffield Utd - Everton (Síminn Sport)
17:00 Brighton - Newcastle (Síminn Sport 2)
19:15 Wolves - Crystal Palace (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner