Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. júlí 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Fannst þetta gilt mark en svona virkar VAR
Mynd: Getty Images
Crystal Palace tapaði fyrir Manchester United í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn en Rauðu djöflarnir fengu betri færi og var heppnin ekki með Palace í liði.

Jordan Ayew skoraði mark en táin hans var í rangstöðu. Svo vildi Wilfried Zaha fá vítaspyrnu eftir samskipti við Victor Lindelöf en ekkert dæmt.

„Við áttum mjög góðan leik en fengum ekkert stig út úr þessu. Við vorum ekki lakara liðið á vellinum og það er erfitt að sætta sig við tap. Við vorum óheppnir á alla vegu því Patrick van Aanholt fór úr axlarlið og gæti misst af byrjun næsta tímabils," sagði Hodgson og var svo spurður út í dómaraákvarðanirnar.

„Hver er tilgangurinn með að tala um þessar ákvarðanir? Þetta eru skoðanir. Ef ég segi að þetta var víti þá segja þeir að þetta var ekki víti og þetta verður að jólasöngleik.

„Mér fannst þetta vera gott og gilt mark en svona virkar VAR. Hefði þetta mark verið skorað gegn okkur þá hefði ég ekki búist við að það yrði dæmt af. "


Ayew talaði á svipuðum nótum og Hodgson eftir leikinn. Hann þótti standa sig vel og fékk 8 í einkunn hjá Sky Sports.

„Við vorum bara óheppnir og munum halda áfram að vinna að bætingum. Ég ætla ekki að tjá mig um vítaspyrnudóminn, ég ætla ekki að væla."

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, viðurkenndi að sínir menn hafi verið heppnir að sleppa með 0-2 sigur frá Selhurst Park að leikslokum.

„Markið sem var dæmt af virtist vera alveg á mörkunum. Við vorum heppnir þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner