Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Eiður Smári stýrir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyþór Árnason
Það eru hvorki meira né minna en 39 leikir á dagskrá í íslenska boltanum yfir helgina.

Í kvöld á Stjarnan leik við HK sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta verður annar leikur Stjörnunnar eftir sóttkví og eru Garðbæingar komnir með sjö stig eftir þrjár umferðir. HK er aftur á móti með fimm stig eftir sex leiki.

Í Lengjudeild karla á stigalaust lið Þróttar R. heimaleik við toppbaráttulið Keflavíkur. Á sama tíma eigast Grindavík og Fram við í hörkuslag og þá á Víkingur Ó. heimaleik gegn Aftureldingu. Bæði Ólafsvíkingar og Mosfellingar eru með sex stig eftir fimm umferðir.

Á laugardaginn á Fjölnir leik við FH í Pepsi Max-deild karla og verður það fyrsti leikur Hafnfirðinga undir sameiginlegri stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. KA tekur á móti nýliðum Gróttu á sama tíma.

Hvorugur Pepsi Max-leikurinn verður sýndur beint en stórslagi Þórs og ÍBV í Lengjudeildinni verður sjónvarpað á Stöð 2 Sport.

Á sunnudaginn er mikið um stórleiki þar sem þrír leikir verða sýndir í beinni útsendingu. Fylkir mætir KR í Pepsi Max-deild karla áður en stórslagur Breiðabliks og Vals fer fram á Kópavogsvelli.

Spennandi viðureign Víkings R. og ÍA er einnig á dagskrá en fær ekki pláss á skjáum landsmanna.

Í Pepsi Max-deild kvenna eigast Selfoss og Þór/KA við í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

föstudagur 17. júlí
Pepsi Max-deild karla
20:00 Stjarnan-HK (Stöð 2 Sport - Samsungvöllurinn)

Lengjudeild karla
19:15 Víkingur Ó.-Afturelding (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Þróttur R.-Keflavík (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Grindavík-Fram (Grindavíkurvöllur)

Lengjudeild kvenna
19:15 Völsungur-Afturelding (Vodafonevöllurinn Húsavík)

2. deild karla
19:15 ÍR-Njarðvík (Hertz völlurinn)
19:15 KF-Haukar (Ólafsfjarðarvöllur)
19:15 Víðir-Kári (Nesfisk-völlurinn)
19:15 Fjarðabyggð-Dalvík/Reynir (Fjarðabyggðarhöllin)
19:15 Þróttur V.-Selfoss (Vogaídýfuvöllur)

3. deild karla
20:00 Vængir Júpiters-Reynir S. (Fjölnisvöllur - Gervigras)
20:00 Álftanes-Augnablik (Bessastaðavöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 Stokkseyri-Snæfell (Stokkseyrarvöllur)

4. deild karla - C-riðill
20:00 KÁ-KM (Ásvellir)

4. deild karla - D-riðill
20:00 Kría-KH (Vivaldivöllurinn)
20:00 Hvíti riddarinn-Hörður Í. (Varmárvöllur)

laugardagur 18. júlí
Pepsi Max-deild karla
16:00 Fjölnir-FH (Extra völlurinn)
16:00 KA-Grótta (Greifavöllurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Leiknir F.-Vestri (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þór-ÍBV (Stöð 2 Sport - Þórsvöllur)
16:00 Leiknir R.-Magni (Domusnovavöllurinn)

2. deild karla
16:00 Kórdrengir-Völsungur (Framvöllur)

2. deild kvenna
14:00 Álftanes-HK (Bessastaðavöllur)
14:15 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Hamar (Vilhjálmsvöllur)
16:00 ÍR-Hamrarnir (Hertz völlurinn)

3. deild karla
11:15 Höttur/Huginn-Elliði (Vilhjálmsvöllur)
13:00 KFG-Einherji (Samsungvöllurinn)
16:00 Sindri-KV (Sindravellir)
16:00 Ægir-Tindastóll (Þorlákshafnarvöllur)

4. deild karla - A-riðill
14:00 GG-KFS (Grindavíkurvöllur)

4. deild karla - B-riðill
14:00 SR-KFR (Þróttarvöllur)
17:00 Kormákur/Hvöt-Björninn (Blönduósvöllur)

4. deild karla - C-riðill
16:00 Berserkir-Samherjar (Víkingsvöllur)

sunnudagur 19. júlí
Pepsi Max-deild karla
17:30 Fylkir-KR (Stöð 2 Sport - Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
20:00 Breiðablik-Valur (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)

Pepsi-Max deild kvenna
16:00 Selfoss-Þór/KA (Stöð 2 Sport 3 - JÁVERK-völlurinn)

2. deild kvenna
14:00 Sindri-Fram (Sindravellir)

4. deild karla - D-riðill
13:00 Smári-Hörður Í. (Fagrilundur - gervigras)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner