fös 17. júlí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Risaslagir í Róm og Tórínó
Mynd: Getty Images
34. umferð ítölsku deildarinnar fer fram um helgina og eru afar spennandi leikir á dagskrá.

Fjörið byrjar á laugardaginn þegar Atalanta heimsækir Verona. Atalanta er á miklu flugi og hefur verið spútnik lið tímabilsins bæði í Serie A og Meistaradeildinni.

Cagliari mætir svo Sassuolo áður en AC Milan tekur á móti lærisveinum Sinisa Mihajlovic hjá Bologna. Milan er í harðri baráttu við Napoli um síðasta Evrópusætið.

Sunnudagurinn byrjar á viðureign Parma og Sampdoria og henni fylgja fjórir leikir sem fara samtímis af stað. Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru svo gott sem fallnir og eiga leik gegn botnliði Spal. Sigur þar getur leyft Brescia að dreyma, en liðið er tíu stigum frá öruggu sæti.

Napoli mætir Udinese á meðan Fiorentina tekur á móti Torino og Genoa spilar við Lecce í fallbaráttuslag.

Stórleikir helgarinnar eru eftir. Á sunnudagskvöldið á Roma leik við Inter þar sem mikið er undir. Roma er í góðri stöðu í Evrópudeildarbaráttunni á meðan Inter er aðeins sex stigum á eftir toppliði Juventus.

Juve á leik við Lazio í titilbaráttunni mánudagskvöldið. Sá leikur er gífurlega mikilvægur og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Laugardagur:
15:15 Verona - Atalanta
17:30 Cagliari - Sassuolo
19:45 Milan - Bologna (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
15:15 Parma - Sampdoria
17:30 Brescia - Spal
17:30 Napoli - Udinese
17:30 Fiorentina - Torino
17:30 Genoa - Lecce
19:45 Roma - Inter

Mánudagur:
19:45 Juventus - Lazio (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner