Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 17. júlí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Ramos: Zidane er lykillinn
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos varð Spánarmeistari með Real Madrid í gærkvöldi og vann þar með sinn 22. titil með félaginu. Ramos er 34 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Real síðustu fimmtán ár.

Real hefur ekki gengið sérlega vel í baráttunni við Barcelona um Spánarmeistaratitilinn síðustu þrettán ár en Zinedine Zidane virðist vera að breyta því. Auk þess að hafa unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð þá vann Zidane spænsku deildina 2017.

Ramos er fyrirliði Real Madrid og telur Zidane vera lykilþátt í velgengni liðsins. Hann ræddi við spænska fjölmiðla eftir 2-1 sigur á Villarreal í gær sem gulltryggði titilinn.

„Zidane er lykillinn. Við höfum mikla trú á honum og því sem hann gerir. Allt sem hann snertir gengur upp. Hann er einstakur," sagði Ramos.

Zidane er sjálfur mjög stoltur af þessu afreki sínu og lýsti hann yfir hamingju sinni í viðtali að leikslokum í gærkvöldi.

„Þetta er ein af mínum bestu stundum í atvinnumennsku. Eftir Covid, eftir allt sem hefur komið fyrir þá er þetta magnað afrek," sagði Zidane.

Þetta var ellefti titill Zidane við stjórnvölinn hjá Real Madrid. Hann hefur stýrt liðinu í 209 leikjum og vinnur því að meðaltali einn titil á hverja 19 leiki.
Athugasemdir
banner
banner