Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. ágúst 2018 21:48
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Öflugur útisigur Kára - Dramatík á Seyðisfirði
Alexander Már Þorláksson skoraði fyrir Kára
Alexander Már Þorláksson skoraði fyrir Kára
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld en Kári heldur áfram góðu gengi sínu. Liðið sigraði Tindastól 2-1 á Sauðárkróki á meðan Huginn átti endurkomusigur gegn Völsungi.

Alexander Már Þorláksson kom Kára yfir á 30. mínútu áður en Andri Júlíusson bætti við öðru tíu mínútum síðar. Jónas Aron Ólafsson minnkaði muninn í byrjun síðari hálfleiks en lengra komst liðið ekki og lokatölur 2-1 fyrir Kára.

Kári er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig en Tindastóll í ellefta sæti með 11 stig.

Huginn vann þá ótrúlegan 2-1 sigur á Völsungi. Travis Nicklaw kom Húsvíkingum yfir á 60. mínútu og allt útlit fyrir það að liðið myndi fagna sigri en heimamenn héldu þó ekki. Króatarnir Neto og Ivan Neres skoruðu tvö mörk í blálokin og tryggðu dramatískan sigur.

Mikil dramatík var í leiknum og fékk Freyþór Hrafn Harðarson að annað gult spjald og þar með rautt. Það var þó alröng dómgæsla þar sem Bergur Jónmundsson hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum og hélt dómari leiksins að Freyþór hefði fengið spjaldið og ruglaðist því á leikmönnum.

Huginn er í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig en Völsungur í þriðja sæti með 28 stig.




Úrslit og markaskorarar:

Huginn 2 -1 Völsungur
0-1 Travis Nicklaw ('60 )
1-1 Nedo Eres ('89 )
2-1 Ivan Eres ('93 )

Tindastóll 1 - 2 Kári
0-1 Alexander Már Þorláksson ('30 )
0-2 Andri Júlíusson ('40 )
1-2 Jónas Aron Ólafsson ('51 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner