banner
   fös 17. ágúst 2018 09:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Frábær dagur fyrir HB - Átta stiga forskot
HB er með átta stiga forystu.
HB er með átta stiga forystu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gærdagurinn var góður fyrir lærisveina Heimis Guðjónssonar í færeyska félaginu HB.

HB sigraði 07 Vestur á útivelli, 1-4 voru lokatölur. Á sama tíma tapaði KÍ frá Klaksvík, liðið sem er í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar, gegn B36.

Brynjar Hlöðversson byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 65. mínútu. Grétar Snær Gunnarsson, lánsmaður frá FH spilaði allan leiktímann að því er kemur fram á vefsíðunni in.fo.

HB er núna með átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Heimir Guðjónsson hefur gert frábæra hluti með HB en átta umferðir eru eftir af deildinni.

Síðar í þessum mánuði leikur HB til úrslita í bikarnum gegn B36, nágrönnum sínum í Þórshöfn. Leikurinn verður 25. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner