Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. ágúst 2018 23:30
Brynjar Ingi Erluson
FIFA sektar Atletico Madrid - Þriðji aðili tók þátt í félagaskiptum
Atlético Madrid er á hálum ís
Atlético Madrid er á hálum ís
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA sektaði í dag spænska félagið Atlético Madrid um 40 þúsund evrur fyrir að brjóta reglur sambandsins varðandi félagaskipti.

Atlético Madrid festi kaup á leikmanni, sem var í eigu félags og þriðja aðila, en nafn leikmannsins kemur ekki fram.

Samkvæmt FIFA þá má þriðji aðili ekki taka þátt í félagaskiptum og var Atlético því sektað í kjölfarið.

Atlético var sett í félagaskiptabann fyrir tveimur árum fyrir að kaupa leikmenn sem voru þá undir aldri og virðist félagið eiga í erfiðleikum með að fara eftir settum reglum.

Liðið vann Real Madrid í Ofurbikar Spánar á dögunum, 4-2, þar sem Diego Costa skoraði tvö mörk og var besti maður leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner