banner
   fös 17. ágúst 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Geggjuð spenna í Pepsi-deildinni - Fjórða sætið mun gefa farseðil til Evrópu
Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki fagna sæti í bikarúrslitum.
Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki fagna sæti í bikarúrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær varð það ljóst að Breiðablik og Stjarnan munu leika til úrslita í Mjólkurbikarnum í næsta mánuði. Um leið varð það ljóst að fjórða sætið í Pepsi-deildinni mun því gefa sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Breiðablik, Valur og Stjarnan hafa verið bestu lið deildarinnar og eru í þriggja hesta kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik og Valur mætast einmitt á mánudaginn.

Það að fjórða sætið sé orðið að Evrópusæti hleypir miklu lífi í deildina enda mikið keppikefli fyrir félögin að taka þátt í Evrópukeppnum. KR er sem stendur í fjórða sætinu en á hæla liðsins koma FH, Grindavík og KA sem öll eygja Evrópusætið.

Það má segja að ellefu af tólf liðum deildarinnar sé því í mikilli baráttu fyrir lokasprett deildarinnar. Keflavík er langneðst og ekkert mun koma í veg fyrir fall liðsins niður í Inkasso-deildina.

Það er allt morandi í úrslitaleikjum framundan en hér að neðan má sjá leikina sem verða í 17. umferðinni.

laugardagur 18. ágúst
16:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 19. ágúst
16:00 KA-KR (Akureyrarvöllur)
18:00 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
18:00 Fylkir-FH (Floridana völlurinn)

mánudagur 20. ágúst
18:00 Fjölnir-Víkingur R. (Extra völlurinn)
18:00 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner