Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 17. ágúst 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir óvænt að dæma í ensku úrvalsdeildinni
Madley og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í hrókasamræðum.
Madley og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í hrókasamræðum.
Mynd: Getty Images
Það hefur óvænt verið tilkynnt að Bobby Madley sé hættur að sinna dómgæslu í enskum fótbolta.

Madley var talinn einn hæfasti dómari enskrar knattspyrnu, en hann er aðeins 32 ára gamall og því telst það mjög óvænt að hann sé að hætta að dæma.

Í frétt BBC segir að Madley sé að hætta af persónulegum ástæðum. Nánari upplýsingar eru ekki gefnar upp, en það hlýtur að vera eitthvað meira að baki. í frétt Telegraph er sagt að málið tengist myndbandi á samfélagsmiðlum, en ekki er sagt hvaða myndband eða af hvaða toga það er.

Madley var einn af 18 atvinnudómurum Englands, en hann hafði dæmt 91 leik í efstu deild frá 2013.

Hann dæmdi leikinn um Samfélagsskjöldinn í fyrra og þá dæmdi hann 19 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Hann dæmdi ekki í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner