Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. ágúst 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Breiðablik eða Stjarnan bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður líf og fjör á Laugardalsvelli í kvöld þegar Stjarnan og Breiðablik mætast í bikarúrslitum kvenna. Úrslitaleiknum um Mjólkurbikarinn.

Leikið verður undir fljóðljósum á Laugardalsvelli og má búast við mikilli stemningu.

Í dag er einnig leikið í Pepsi-deild kvenna og eru þar tveir leikir á dagskrá. Íslandsmeistarar Þórs/KA eru komnar heim eftir Evrópuævintýri sitt (liðið komst áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar). Liðið fær FH í heimsókn á Akureyrarvöll á sama tíma og Valur og ÍBV etja kappi.

Í 2. deild karla, þar sem spennan er óbærileg, spilar Völsungur við botnlið Hugins og Tindastóll og Kári mætast.

Þá eru tveir leikir í 2. deild kvenna og sömuleiðis tveir leikir í 4. deild karla. Allir leikir dagsins eru hér að neðan.

föstudagur 17. ágúst

Pepsi-deild kvenna
17:00 Þór/KA-FH (Þórsvöllur)
17:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)

2. deild karla
19:00 Huginn-Völsungur (Seyðisfjarðarvöllur)
19:15 Tindastóll-Kári (Sauðárkróksvöllur)

Mjólkurbikar kvenna
19:15 Stjarnan-Breiðablik (Laugardalsvöllur)

2. deild kvenna
18:15 Einherji-Tindastóll (Vopnafjarðarvöllur)
20:00 Álftanes-Fjarðab/Höttur/Leiknir (Bessastaðavöllur)

4. deild karla - A-riðill
19:00 Snæfell/UDN-Berserkir (Stykkishólmsvöllur)

4. deild karla - C-riðill
19:00 Árborg-Álftanes (JÁVERK-völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner