Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 17. ágúst 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía um helgina - Ronaldo mætir til leiks
Búið að fresta tveimur leikjum í fyrstu umferð eftir að brú hrundi
Mynd: Getty Images
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir

Cristiano Ronaldo er mættur í deildina og hann gæti þreytt frumraun sína á morgun þegar Juventus sækir Chievo heim.

Chievo og Juventust mætast í fyrsta leik deildarinnar en síðar á laugardaginn spila Lazio og Napoli, en síðarnefnda liðið leikur núna undir stjórn Carlo Ancelotti.

Sex leikir eru á sunnudaginn en búið er að fresta tveimur leikjum sem áttu að vera þá. Brú hrundí Genúa á Ítalíu á þriðjudaginn og létust hið minnsta 39 manns í slysinu. Tala látinna gæti hækkað.

Leik AC Milan og Genoa var frestað sem og leik Sampdoria og Fiorentina.

Mínútuþögn verður haldin fyrir alla leiki 1. umferðarinnar og verða leikmenn með svört bönd af virðingu við fórnarlömb.

Emil Hallfreðsson og félagar í Frosinone mæta Atalanta á sunnudagskvöld.

Á morgun:
16:00 Chievo - Juventus
18:30 Lazio - Napoli

Á sunnudag:
16:00 Torino - Roma
18:30 Empoli - Cagliari
18:30 Parma - Udinese
18:30 Sassuolo - Inter
18:30 Atalanta - Frosinone
Athugasemdir
banner
banner
banner