Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pereira segist hafa breyst bæði sem leikmaður og manneskja
Pereira lék mjög vel gegn Leicester um síðustu helgi.
Pereira lék mjög vel gegn Leicester um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Pereira kann mjög vel við Mourinho.
Pereira kann mjög vel við Mourinho.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira er leikmaður sem hefur heillað stuðningsmenn Manchester United á síðustu misserum. Hann var flottur á undirbúningstímabilinu og skilaði fínu dagskverki gegn Leicester í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar.

Pereira hefur verið hjá Man Utd síðan 2011, fyrst í akademíunni. Stuðningsmenn United hafa ekki fengið mikið að sjá af Pereira á síðustu árum þar sem hann hefur verið í láni á Spáni, fyrst hjá Granada og síðan Valencia.

Pereira gæti reynst Man Utd vel á þessu tímabili en hann segir í viðtali við Sky Sports að það hafi hjálpað sér mjög mikið að fara á láni og búa í öðru landi.

„Ég lærði mikið, ég bjó einn þarna og það er öðruvísi en að búa hérna," segir Pereira.

„Ég er meiri atvinnumaður núna, ég veit hvað líkami minn þarf á hverjum degi. Ég er mikið þroskaðari en ég var fyrir tveimur árum. Þetta hefur gert mér gott, ég held að ég sé búinn að breytast algjörlega sem leikmaður og sem manneskja á þessum tveimur árum."

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, vildi ekki missa Pereira á síðasta tímabili.

„Þetta var erfið ákvörðun og ég var stressaður yfir henni, en þetta gekk vel upp. Við áttum gott ár í Valencia og ég er betri leikmaður en ég var, á þessu tímabili fær hann betri Andreas Pereira en hann hefði fengið á síðasta tímabili."

Pereira er vanur að spila sem kantmaður eða fremstur á miðju. Hjá Mourinho hins vegar spilar hann sem djúpur á miðju og lítur hann vel út í því hlutverki.

Pereira kann einstaklega vel við Mourinho.

„Ég á í mjög góðu sambandi við hann, hann er mjög góður við mig - mjög hreinskilinn."

„Pogba í réttu félagi"
Pereira hrósaði líka Paul Pogba, sem hann spilaði með á miðjunni gegn Leicester. Pogba hefur verið orðaður við Barcelona, en Pereira segir að Frakkinn sé í réttu félagi.

„Ég þarf ekki að tala mikið um hann, allir vita hversu góður hann er, hann var að vinna HM," sagði Pereira þegar hann var spurður út í Pogba.

„Hann er rétti leikmaðurinn í rétta félaginu, og hann mun hjálpa okkur mikið á þessu tímabili."

„Pogba er fæddur leiðtogi," sagði Pereira að lokum.

Man Utd mætir Brighton á útivelli á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner