Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. ágúst 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Pogba ekki til sölu
Powerade
Paul Pogba er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Paul Pogba er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin sofa aldrei. Hér að neðan er helsta slúður dagsins.



Manchester United ætlar ekki að selja Paul Pogba (25) sem vill fara til Barcelona. (Sun)

Arsenal vonast til að halda miðjumanninum Aaron Ramsey (27) þrátt fyrir áhuga frá Barcelona, Lazio og félögum í Kína. (Mirror)

Moussa Sissoko (29) miðjumaður Tottenham hefur sagt stuðningsmönnum félagsins að hann verði áfram hjá félaginu. (Talksport)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist ætla að vera lengi hjá félaginu þrátt fyrir að hafa fengið tilboð frá Real Madrid og Chelsea. (Mirror)

Chelsea ræddi við Nabil Fekir (25) leikmann Lyon í sumar en ákvað að láta ekki slag standa og kaupa hann. (Goal)

Real Madrid er ósátt við að Inter hafi haft samband við Luka Modric (32) án þess að hafa fengið leyfi til þess. (Mundo Deportivo)

Claude Puel, stjóri Leicester, vonast til að geta lánað nokkra leikmenn áður en lánsglugginn í neðri deildunum lokar í lok ágúst. (Leicester Mercury)

Oleksandr Zinchenko (21) leikmaður Manchester City gæti farið til Real Betis eða Girona á Spáni á láni eftir að hafa hafnað að ganga til liðs við Wolves í sumar. (Mirror)

Cuco Martina (28) bakvörður Everton er á leið til Stoke eða Middlesbrough á láni. (Liverpool Echo)

Stephy Mavididi (20) framherji Arsenal gæti verið á leið til Juventus. Stephy var á láni hjá Preston og Charlton á síðasta tímabili. (Sun)

Joao Mendes (13) sonur Ronaldinho reyndi að uppljóstra ekki hver faðir hans væri þegar hann fór til Cruzeiro á reynslu á dögunum. (Mail)

Wolves hefur náð að vinna Southampton í baráttu um kínverska miðjumanninn Dongda He (17). (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner