fös 17. ágúst 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Real klagar Inter til FIFA vegna Modric
Modric og félagar enduðu í öðru sæti á HM.
Modric og félagar enduðu í öðru sæti á HM.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur kvartað til FIFA þar sem Inter á ítalíu hafði ólöglega samband við Luka Modric, miðjumann spænska stórliðsins.

Modric, sem var valinn besti leikmaður HM í sumar, hefur verið sterklega orðaður við Inter.

Florentino Perez, forseti Real, segir að leikmaðurinn verði bara seldur ef riftunarákvæði hans yrði nýtt. Það hljómar upp á 671 milljón punda en Juventus keypti Cristiano Ronaldo á 99,2 milljónir punda.

Félagaskiptaglugganum á Ítalíu verður lokað í kvöld.

Modric gekk í raðir Real frá Tottenham 2012 og hefur unnið La Liga einu sinni og Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu.

Inter er aftur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan tímabilið 2011-12.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner