fös 17. ágúst 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Rikki G spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Rikki G.
Rikki G.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Alexis Sanchez skorar sigurmark um helgina samkvæmt spá Rikka.
Alexis Sanchez skorar sigurmark um helgina samkvæmt spá Rikka.
Mynd: Getty Images
Kjartan Atli Kjartansson fékk sex rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Rikki G, lýsandi á Stöð 2 Sport, spáir í leikina að þessu sinni.

Rikki er á leið Reykjavíkurmaraþonið þar sem hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra í kleinuhringja búning. Rikki hleypur til styrktar Ljónshjarta.


Cardiff 1 - 1 Newcastle (11:30 á morgun)
Aron þarf að hunskast til að jafna sig svo Cardiff geti farið að safna sigrum. Liðin sættast á stigið.

Everton 2 - 0 Southampton (14:00 á morgun)
Gylfi og Richarlison verða eitraðir saman í vetur. Þetta Southampton verður slakt sóknarlega svo Mark Hughes hendir sjálfum sér í sér í senterinn í seinni hálfleik.

Leicester 1 - 2 Wolves (14:00 á morgun)
Hef óbilandi trú á Wolves í vetur. Mjög skemmtilegir spilarar þarna eins of Jota, Helder Costa og Neves.

Tottenham 2 - 0 Fulham (14:00 á morgun)
Kane skorar samt ekki. Fer samt í geggjað skemmtilegt viðtal eftir leik.

West Ham 1 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
West Ham múrar í vörnina eftir afhroðið á Anfield.

Chelsea 2 - 1 Arsenal (16:30 á morgun)
Ég hallast rosalega að Chelsea sigri. Líta mjög vel út. Emery byrjar á tveimur töpum og fær blákaldan veruleikan beint í grímuna.

Burnley 1 - 1 Watford (12:30 á sunnudag)
Jói Berg bjargar stigi eftir að Watford kemst yfir.

Manchester City 3 - 0 Huddersfield (12:30 á sunnudag)
City lætur áfallið með Kevin De Bruyne ekki á sig fá og vinnur örugglega. Huddersfield endar í 20.sæti á þessari leiktíð.

Brighton 0 - 1 Manchester United (15:00 á sunnudag)
Sanchez setur met með United og nær yfir 50% sendingahlutfalli. Hann fagnar því með að skora sigurmarkið.

Crystal Palace 1 - 3 Liverpool (19:00 á mánudag)
The team to watch á þessari leiktíð. Liverpool virkar í fyrsta sinn undir stjórn Klopp líklegt til að vinna titilinn.

Fyrri spámenn:
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner