Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. ágúst 2018 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Ruglaðist á leikmönnum og rak mann af velli - Dýrkeypt mistök
Freyþór Hrafn Harðarson var rekinn af velli í kvöld.
Freyþór Hrafn Harðarson var rekinn af velli í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Furðulegt atvik átti sér stað er Huginn og Völsungur áttust við á Seyðisfirði í kvöld. Atvik sem kostaði Völsung stig.

Völsungur var 1-0 yfir eftir mark frá Travis Nicklaw. Undir lok leiksins jafnaði Neto Eres fyrir Huginn, mark sem var talin vera rangstaða, en línuvörðurinn flaggaði þó ekki.

Það var hins vegar það sem gerðist á næstu mínútum eftir það sem skipti sköpum. Bergur Jónmundsson, leikmaður Völsungs, fékk að líta gula spjaldið fyrr í leiknum fyrir brot en hann leikur í treyju númer 26.

Freyþór Hrafn Harðarson, liðsfélagi hans, leikur í treyju númer 27, en hann fór í tæklingu í uppbótartíma og ákvað Helgi Ólafsson dómari leiksins að gefa honum gult spjald og lyfti svo upp rauða spjaldnu.

Hann hélt þá að Freyþór hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum en svo var ekki. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net reyndi Magnús Sigurður Sigurólason, eftirlitsdómari KSÍ, að fá Helga til að leiðrétta mistökin en hann neitaði að breyta ákvörðun sinni.

Í kjölfarið fengu heimamenn sókn, skoruðu og tryggðu sér stigin þrjú. Þetta gæti reynst dýrkeypt fyrir Völsung sem er í þriðja sæti með 28 stig og í toppbaráttu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner