banner
   fös 17. ágúst 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Þórarinn Ingi spáir í 17. umferðina í Inkasso-deildinni
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Óli skorar mikilvægt mark fyrir Magna samkvæmt spá Þórarins.
Sveinn Óli skorar mikilvægt mark fyrir Magna samkvæmt spá Þórarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Inkasso-deildinni í vikunni.

Spennan er mikil í topp og fallbaráttu og 17. umferðin fer fram strax um helgina.

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, spáir í leikina að þessu sinni en hann er á leið í bikarúrslit með Garðbæingum.



ÍR 1 - 3 ÍA (14:00 á morgun)
Þeir á Skaganum halda áfram í áttina að Pepsi. Akranes á heima í Pepsi.

Selfoss 1 - 0 Haukar (14:00 á morgun)
Dean Martin er kominn í brúnna. Ef einhver getur peppað 800 í alvöru leik er það hann. Ingi Rafn klárar þetta með slummu.

HK 2 - 1 Þór (16:00 á morgun)
Lið fólksins siglir þessu heim í Kórnum. Töframaðurinn (BG) hefur verið heitur á þessu tímabili og heldur því auðvitað áfram. Hann verður bara betri eftir Þjóðhátíð.

Magni 1 - 0 Leiknir R. (16:00 á morgun)
Sveinn Óli skorar með lærinu og fær gult spjald fyrir að rífa sig úr treyjunni. Leiknir mun sækja og sækja en án árangurs.

Fram 3 - 0 Njarðvík (14:00 á sunnudag)
Gummi Magg með þrennu. Hefur verið á eldi og er líklegur til að halda því út tímabilið.

Víkingur Ó. 4 - 3 Þróttur R. (18:00 á mánudag)
Ejub er kóngur. Hann mun koma sínum mönnum á rétt ról eftir góðan leik í undanúrslitum. Verður fróðlegt að sjá hvar styttunni af Ejub og Einari Hjörleifs verður komið fyrir í Ólafsvík.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Emil Pálsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (2 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner