Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 17. ágúst 2018 11:10
Elvar Geir Magnússon
Vonast til að De Bruyne snúi aftur innan þriggja mánaða - Þarf ekki aðgerð
Kemur ekki með Belgíu til Íslands
Kevin De Bruyne er á meiðslalistanum.
Kevin De Bruyne er á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Manchester City vonast til þess að Kevin De Bruyne geti snúið aftur eftir hnémeiðsli innan þriggja mánaða. Belgíska stjarnan ferðaðist til Barcelona í gær í meðhöndlun.

De Bruyne meiddist á æfingu á miðvikudaginn og mætti á frumsýningu á heimildarmynd um meistaratímabil City á hækjum og með hlífð um hægra hnéð.

De Bruyne fór til Spánar til að fara í skoðun hjá hinum þekkta lækni Ramon Cugat. Guardian segir að De Bruyne þurfi ekki að fara í aðgerð þó liðböndin séu sködduð.

Meiðslin þýða að De Bruyne verður ekki með Belgíu í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Óvíst er hvort hann nái síðari leiknum gegn Íslandi um miðjan nóvember.

De Bruyne var leikmaður tímabilsins hjá City á síðasta tímabili og mun hann missa af mikilvægum stórleikjum gegn Liverpool, Tottenham og Manchester United auk þess að missa af tveimur fyrstu umferðum Meistaradeildarinnar.

City mætir Huddersfield á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner