Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 15:41
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Daníel Leó og Aron Elís skoruðu í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Ålesund og Sandefjord verma enn toppsæti norsku B-deildarinnar eftir leiki sína í dag.

Álasund er með níu stiga forystu á toppi deildarinnar enda búið að vinna 15 af 18 deildarleikjum sínum á tímabilinu.

Álasund lenti undir gegn Sogndal í dag og var undir í hálfleik en Daníel Leó Grétarsson jafnaði í upphafi síðari hálfleiks, áður en Aron Elís Þrándarson kom sínum mönnum yfir.

Gueye bætti þriðja markinu við og náðu heimamenn að minnka muninn niður í 2-3 í uppbótartíma.

Hólmbert Aron Friðjónsson lék allan leikinn í liði Ålesund.

Sogndal 2 - 3 Ålesund
1-0 T. Totland ('7)
1-1 Daníel Leó Grétarsson ('51)
1-2 Aron Elís Þrándarson ('70)
1-3 P. Gueye ('83)
2-3 A. Adams ('96)

Sandefjord er í öðru sæti og er Viðar Ari Jónsson mikilvægur hlekkur í liðinu.

Hann lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn fallbaráttuliði Skeid.

Sandefjord er í harðri baráttu við Start um annað sæti deildarinnar, sem kæmi liðinu aftur upp í efstu deild. Tímabilið er þó rétt rúmlega hálfnað og getur enn margt breyst í spilunum.

Skeid 2 - 2 Sandefjord
1-0 P. Buduson ('28)
1-1 M. Holbraaten ('42)
2-1 J. Godoy ('47)
2-2 E. Mjelde ('83, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner