Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 17. september 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valdi Zaha í lið helgarinnar en segir honum að hætta að væla
Wilfried Zaha vill að dómarar taki harðar á leikmönnum sem sparka í hann.
Wilfried Zaha vill að dómarar taki harðar á leikmönnum sem sparka í hann.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, skoraði sigurmark Crystal Palace gegn Huddersfield um helgina. Markið var hið glæsilegasta. Zaha var hins vegar ekki sérstaklega sáttur eftir leikinn.

Zaha, sem er gríðarlega mikilvægur fyrir lið Crystal Palace, er ósáttur með dómgæsluna gegn sér. Í viðtali við BBC eftir leikinn gegn Huddersfield sagði hann: „Ég verð að fótbrotna svo einhver fái rautt spjald."

Garth Crooks, sérfræðingur BBC, gefur lítið fyrir ummæli Zaha. Crooks valdi Zaha í lið helgarinnar hjá sér en í umsögn sinni um Zaha hvetur hann leikmanninn til að hætta að væla.

„Wilfried, hættu að væla í viðtölum eftir leik. Þú ert að spila í íþrótt þar sem snertingar eru leyfðar og því betri sem þú ert, því líklegra er að það verði sparkað í þig. Hvers vegna hefurðu ekki áttað þig á því enn?" skrifar Crooks.

„Láttu dómarana og sérfræðingana um dæma hrottana, halt þú áfram að skora stórkostleg mörk, fáðu hrós og skrifaðu undir risastóra samninga fyrir öll þessi óþægindi."

„Þetta eru ekki slæm skipti. Ég heyrði aldrei í George Best að Johan Cruyff kvarta yfir því í fjölmiðlum að leikmenn væru að sparka í þá," sagði Crooks sem valdi þó Zaha í lið helgarinnar.

Sjá einnig:
Lið vikunnar í enska - Fjórir úr Liverpool og þrír úr Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner