Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. september 2021 20:51
Victor Pálsson
Steini Halldórs fékk óskina uppfyllta í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Holland og Tékkland gerðu jafntefli í undankeppni HM kvenna í kvöld en þessi lið spila í riðli með Íslandi.

Ísland á eftir að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppninni en hann er gegn Hollandi þann 21. september.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi að hann væri að vonast eftir jafntefli úr þessum leik í kvöld.

„Ég óska þess að hann fari jafntefli, að það deyi eitt stig þarna. Liðin fái bara sitthvort stigið og eitt stigið detti út. Ég held að það sé ekkert slæmt fyrir okkur," sagði Þorsteinn.

Það varð raunin á heimavelli Hollands þar sem þær hollensku voru þó mun sterkari og áttu sigurinn skilið.

Hvíta-Rússland og Kýpur áttust einnig við í riðli Íslands en þar vann það fyrrnefnda öruggan 4-1 heimasigur.
Athugasemdir
banner
banner