Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Biðst afsökunar á ummælum sínum um Bellingham - „Ég vildi leiðrétta þetta“
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: Getty Images
Jose Bordalas, þjálfari Getafe á Spáni, var tilneyddur til að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum en þar sagði hann að Jude Bellingham hafi hjálpað liðinu að fá Mason Greenwood frá Manchester United.

Greenwood gekk í raðir Getafe á láni frá United undir lok félagaskiptagluggans og spilaði síðan sinn fyrsta leik í 3-2 sigri á Osasuna í dag.

Bordalas sagði frá því í vikunni að Bellingham, sem samdi við Real Madrid í sumar, hafi ráðlagt Greenwood að fara til Spánar.

„Greenwood og Bellingham eru vinir og hann ráðlagði honum að fara í La Liga,“ sagði Bordalas við Radio Marca.

Samkvæmt heimildum Athletic hafði föruneyti Bellingham samband við Getafe þar sem það lýsti óánægju sinni yfir ummælum Bordalas, sem neyddist síðan til að biðjast afsökunar í dag.

„Ég vil leiðrétta misskilning. Ég sagði að Mason Greenwood hafi komið til Getafe eftir að hafa talað við Jude Bellingham, en mér hefur nú verið sagt að það sé ekki rétt. Ég biðst afsökunar á þessum ummælum. Þetta gerðist ekki svona, það var áhugi okkar megin og mér var boðið að fá hann og auðvitað höfðum við mikinn áhuga á því. Ég vildi bara leiðrétta þetta og alls ekki slæmur ásetningur á bakvið þetta,“ sagði Bordalas.

Það er líklega eðlilegt að Bellingham og fjölskylda hans vilja fjarlægjast að vera hluti af umræðu tengdri Greenwood en enski sóknarmaðurinn mátti ekki æfa né spila með Manchester United í eitt og hálft ár eftir að hann var kærður fyrir líkamsárás og nauðgun gegn kærustu sinni, Harriet Robson.

Málið var látið niður falla eftir að ný sönnungargögn komu á yfirborðið og lykilvitni hættu við að vitna í málinu en Robson birti myndir og myndbönd á Instagram, ásamt hljóðupptöku, sem varð til þess að hann var handtekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner