Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   sun 17. september 2023 17:48
Brynjar Ingi Erluson
England: Varamaðurinn Trossard sá um Everton
Leandro Trossard fagnar marki sínu
Leandro Trossard fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Everton 0 - 1 Arsenal
0-1 Leandro Trossard ('69 )

Arsenal lagði Everton að velli, 1-0, í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park í dag.

Gestirnir töldu sig hafa tekið forystuna á 19. mínútu er Gabriel Martinelli setti boltann í netið eftir laglega sendingu frá Fabio Vieira en markið var dæmt af þar sem Eddie Nketiah var rangstæður í aðdragandanum.

Það þótti umdeildur dómur því boltinn fór af Beto, leikmanni Everton, í aðdraganda marksins, en það fékk ekki að standa.

Fimm mínútum síðar fór Martinelli af velli vegna meiðsla og kom Leandro Trossard inn fyrir hann.

Það var þolinmæðisvinna fyrir Arsenal að finna sigurmarkið en það kom. Varamaðurinn Trossard gerði það eftir frábært spil gestanna. Hornspyrnan var tekin stutt, leikmenn spiluðu sín á milli áður en Bukayo Saka kom boltanum inn á teiginn á Trossard, sem setti boltann í stöng og inn.

Arsenal gat bætt við marki þegar Martin Ödegaard komst einn á móti Jordan Pickford en enski markvörðurinn sá við honum.

Lokatölur 1-0 Arsenal í vil sem er í 4. sæti með 13 stig en Everton með aðeins 1 stig í 18. sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner