Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Liverpool og Man City sektuð - Ajax án stuðningsmanna í London
Liverpool fagnar marki gegn Salzburg.
Liverpool fagnar marki gegn Salzburg.
Mynd: Getty Images
Dusan Tadic er fyrirliði Ajax.
Dusan Tadic er fyrirliði Ajax.
Mynd: Getty Images
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur sektað Manchester City og Liverpool vegna atvika sem áttu sér stað í Meistaradeildinni í mánuðinum.

City var sektað um 13 þúsund pund (rúmar 2 milljónir íslenskra króna) eftir að aðskotahlutum var hent inn á völlinn í 2-0 sigri liðsins á Dinamo Zagreb.

Dinamo þarf þá að greiða 17.300 pund (rúmar 2,7 milljónir íslenskra króna) fyrir sama brot að auki skemmda á Etihad-vellinum. Dinamo má ekki selja miða til stuðningsmanna á næsta útileik.

Liverpool var sektað um 8.600 pund (rúmar 1,3 milljónir íslenskra króna) eftir að stuðningsmenn liðsins hlupu inn á völlinn í 4-3 sigrinum á Salzburg.

Salzburg var sektað um 2.800 pund (tæpar 500 þúsund íslenskar krónur) vegna aðskotahluta sem hent var inn á völlinn í leiknum gegn Liverpool.

Stuðningsmenn Ajax í banni í London
Stuðningsmönnum hollenska félagsins Ajax verður ekki hleypt inn á Stamford Bridge fyrir Meistaradeildarleik gegn Chelsea þann 5. nóvember.

Stuðningsmenn liðsins voru með vandræði í leik gegn Valencia á Spáni fyrr í þessum mánuði. Ajax fékk skilorðsbundinn dóm í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir vandræði í stuðningsmönnum gegn Benfica og nú er það ljóst að liðið verður án stuðningsmanna sinna í London.

Ajax þarf þá að greiða alls 58 þúsund pund (9,3 milljónir íslenskra króna) í sektir, þar af eru 16 þúsund pund fyrir hegðun liðsins í leiknum gegn Valencia. Sex leikmenn Ajax fengu gult spjald í leiknum.

Ajax hefur rétt á að áfrýja dómnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner