Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 17. október 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mega keppa og æfa utan höfuðborgarsvæðisins
Af U21 æfingu fyrir rúmri viku.
Af U21 æfingu fyrir rúmri viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmótið er á ís þessa stundina og óvíst hvenær mótinu verður haldið áfram.

KSÍ tók saman það helsta í kjölfar upplýsingafundsins í gær og ákvörðun stjórnarráðsins.

Þar segir að leikir verða leyfðir frá og með 20. október utan höfuðborgarsvæðisins. Þá megi æfa þar á hefðbundinn hátt. Innan höfuðborgarsvæðsins verður að halda tveggja metra reglunni.

Af vef KSÍ:
Áformaðar breytingar á sóttvarnaráðstöfunum 20. október

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem kveðið verður á um í reglugerð um takmarkanir á samkomum sem tekur gildi þriðjudaginn 20. október. Breytingarnar eru að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir leggur til. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2.

Eftirfarandi eru upplýsingar um helstu breytingar sem verða á sóttvarnaráðstöfunum frá og með þriðjudeginum 20. október. Upplýsingarnar eru settar fram með fyrirvara um mögulegar breytingar á útfærslu einstakra þátta í reglugerð sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu.

Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar:
-Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar.
-Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum.
-Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn.
-Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra.
-Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra.
-Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar.

Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar:
-Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt.
-Skólasund verður óheimilt.
-Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir.
-Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum.
Athugasemdir
banner