Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. nóvember 2018 19:00
Arnar Helgi Magnússon
Barca og Arsenal með eins tölfræði - Munur á stöðu í deildinni
Barcelona og Arsenal mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2016. Bellerin og Roberto eigast hér við.
Barcelona og Arsenal mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2016. Bellerin og Roberto eigast hér við.
Mynd: Getty Images
Lið Arsenal hefur byrjað leiktíðina mjög vel og hefur ekki tapað leik síðan í september þegar Chelsea hafði betur á gegn þeim, 3-2.

Liðið vann ellefu leiki í röð en Crystal Palace stöðvaði sigurgöngu þeirra þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli. Arsenal situr í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City.

Barcelona sem hefur unnið jafnmarga leiki, gert jafnmörg jafntefli og tapað jafnoft situr hinsvegar í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona hefur fengið sinn skerf af gagnrýni þrátt fyrir að liðið vermi toppsætið. Barcelona hefur meðal annars tapað fyrir Leganes og Real Betis á leiktíðinni.

Spurning hvort að þessi tölfræði sýni gæði ensku úrvalsdeildarinnar?

Tölfræðina má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner