Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. nóvember 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótboltinn var eina von Richarlison - Féll hjá frænda sínum
Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson.
Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Richarlison hefur farið vel af stað með Everton eftir félagaskipti sín frá Watford í sumar. Margir settu spurningamerki að Everton skyldi greiða 50 milljónir punda fyrir hann en hann hefur passað vel inn í liðið.

Richarlison átti erfitt uppdráttar í æsku en fótboltinn hjálpaði honum mikið.

Hann var næstum því búinn að hætta í fótbolta en hann segir að fótbolti hafi verið eina leiðin fyrir sig til að ná árangri í lífinu. Hann var ekki góður nemandi, langt því frá.

„Fótboltinn var mína eina von. Ég var ekki góður í skóla og til að gefa ykkur hugmynd um það hversu slakur ég var, þá féll ég í myndmennt þó kennarinn var frændi minn," sagði Richarlison við blaðamenn.

Richarlison er 21 árs. Hann lék í gær sinn fjórða landsleik fyrir Brasilíu og óhætt er að segja að hann sé á uppleið í fótboltanum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner