lau 17. nóvember 2018 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Hazard segir Mbappe verðskulda Ballon d'Or
Hazard og Mbappé mættust á HM í sumar.
Hazard og Mbappé mættust á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Það er langt síðan að keppnin um Ballon d'Or verðlaunin hefur verið eins spennandi og akkurat í ár. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skipst á að vinna verðlaunin síðustu tíu ár.

Talið er að það verði breyting á því í ár. Verðlaunin verða afhent í París þann 3. desember næstkomandi.

Eden Hazard og Kylian Mbappe hafa báðir verið nefndir til sögunnar en báðir hafa þeir átt frábært ár með landsliðum og félagsliðum sínum.

„Þá að ég hafi átt frábært ár þá skulum við nú samt alveg vera rólegt. Ég á ekki skilið að vinna Ballon d'Or. Það eru leikmenn þarna úti sem eru betri en ég," sagði Hazard í viðtali við belgísku pressuna nú á dögunum.

„Fyrir einhverju hefði ég sagt Luka Modric en hann hefur ekki verið að spila vel í byrjun tímabilsins. Ef ég tek þetta tímabil með þá segi ég Kylian Mbappé.

Hazard segir það ekki sitt aðalmarkmið að vinna Ballon d'Or.

„Markmiðið er ekki að vinna þennan titil, heldur að hafa gaman og líða vel með það að spila fótbolta. Ef ég vinn þennan titil þá er það bara bónus, ef ekki þá er það bara allt í góðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner