Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 17. nóvember 2018 11:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsumræða og Guðjón Pétur í útvarpinu í dag
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X-inu 977
Landsliðið verður rætt í útvarpsþættinum í dag.
Landsliðið verður rætt í útvarpsþættinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður af nægu að taka í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn verður milli 12 og 14 eins og alla aðra laugardaga.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, ræðir um landsliðið og þá mætir Guðjón Pétur Lýðsson, nýjasti leikmaður KA, í þáttinn.

Elvar Geir Magnússon verður ekki í þættinum að þessu sinni, en hann er staddur í Eupen að fylgja íslenska landsliðinu sem spilar við Katar í vináttulandsleik á mánudaginn. Tómas Þór Þórðarson mun einn sjá um þáttinn að þessu sinni en hringt verður í Elvar og staðan tekin í Eupen.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner