Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. nóvember 2018 19:30
Arnar Helgi Magnússon
Lindelöf fór meiddur útaf í Þjóðadeildinni
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf leikmaður Manchester United og sænska landsliðsins var skipt útaf í hálfleik í leik Tyrklands og Svíþjóðar í Þjóðadeildinni í kvöld.

Andreas Granquist skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 71. mínútu leiksins og lokatölur því 0-1, Svíþjóð í vil. Með þessum úrslitum sendi sænska landsliðið það tyrkneska niður um deild.

Lindelöf hélt sást halda utan um lærið á sér nokkrum sinnum í fyrri hálfleik og var því tekinn útaf í leikhléi.

Lindelöf hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína með Manchester United á leiktíðinni en hann hefur spilað ellefu af tólf deildarleikjum liðsins.

Í síðustu viku var Lindelöf kosinn besti sænski leikmaður ársins en Zlatan hafði áður unnið þennan titil í tíu ár í röð.

Athugasemdir
banner