Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. nóvember 2018 20:00
Arnar Helgi Magnússon
Lovren gæti verið á leiðinni í bann
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, leikmaður Liverpool og króatíska landsliðsins gæti átt yfir höfði sér bann fyrir að hafa játað það á Instagram-síðu sinni að hafa gefið Sergio Ramos olnbogaskot.

Atvikið gerðist eftir leik Spánar og Króatíu í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið en Króatía hafði betur í leiknum, 3-2 eftir að Tim Jedvaj skoraði markið í uppbótartíma.

Lovren byrjaði á því í þessari beinu útsendingu á Instagram reikning sínum að tala um að hann hafi náð að láta Sergio Ramos finna fyrir því.

„Ég náði að gefa honum gott olnbogaskot," sagði Lovren og virtist nokkuð ánægður með gjörðir sínar.

Lovren var ekki hættur en hann hélt áfram að skjóta á Ramos og spænska liðið.

„Halt þú bara áfram að tala, þið eruð ekkert nema aumingjar!"

Alþjóðaknattspyrnusambandið gæti nú rannsakað málið frekar en til eru dæmi um það að menn hafi verið dæmdir í bann eftir að hafa viðurkennt gjörðir sínar og ætla að meiða andstæðinginn.

Árið 2001 var Roy Keane, þáverandi leikmaður Manchester United dæmdur í bann ári eftir að hann átti hrottalega tæklingu á Alf Inge Haaland. Hann játaði að hafa vísvitandi ætlað að meiða Haaland og uppskar fimm leikja bann og var sektaður um rúmlega 20 milljónir.

Sjá einnig:
Lovren með læti á Instagram - Ánægður með olnbogaskot í Ramos
Athugasemdir
banner
banner