Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 17. nóvember 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McDonalds í stað pizzu hjá Ranieri
Ranieri bauð leikmönnum Leicester upp á pizzu á sínum tíma.
Ranieri bauð leikmönnum Leicester upp á pizzu á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Ítalinn skemmtilegi Claudio Ranieri er kominn aftur í enska boltann. Hann er tekinn við Fulham.

Ranieri er fyrrum stjóri Leicester en hann náði því ótrúlega afreki að gera Leicester að Englandsmeisturum árið 2016. Hann hvatti leikmenn Leicester áfram með því að bjóða þeim upp á pizzaveislu.

Ranieri bauð leikmönnum upp á pizzu þegar þeir héldu hreinu en hann ætlar að bjóða leikmönnum Fulham upp á svipaðan díl.

Í stað pizzu hins vegar þá fá leikmenn Fulham hamborgara frá McDonalds ef þeir halda hreinu.

„Pizza er ekki nóg núna. Það er betra að allir fái McDonalds," sagði Ranieri hress.

Sjá einnig:
Ranieri: Ekki hugsa um kraftaverk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner