Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. nóvember 2018 17:30
Arnar Helgi Magnússon
Messi og Pogba borðuðu saman í Dubai
Pogba og Messi eigast við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2015
Pogba og Messi eigast við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2015
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, leikmaður og Manchester United eru nú báðir staddir í Dubai en þeir voru hvorugi valdir í landsliðshóp sinna landa en þeir glíma báðir við meiðsli.

Pogba meiddist á læri gegn Juventus í Meistaradeildinni á dögunum og var ekki með í grannaslagnum gegn Manchester City um síðustu helgi.

Messi handleggsbrotnaði í október og var ekki tekinn áhætta með hann í þessu landsliðsverkefni. Hann er þó farinn að æfa og kemur sennilega fljótlega inn í lið Barcelona.

Pogba var sterklega orðaður við Barcelona undanfarið en samband hans og Jose Mourinho stjóra United hefur verið mikið til umræðu.

„Pogba er virkilega góður leikmaður. Hann er hins vegar leikmaður Manchester United í augnablikinu og við sjáum hvað gerist í framtíðinni," sagði Gerard Pique leikmaður Barcelona um Pogba í september.

„Við yrðum ánægðir með að fá hann hingað en Manchester United er félagið hans og ef einhver ætlar að segja eitthvað um þetta mál þá eru það þeir."

Þeir borðuðu hjá Nusret Gökçe, eða "Salt Bae" eins og hann er gjarnan kallaður.

Spurningin er nú hvort að megi lesa eitthvað út úr hitting þessara tveggja frábæru knattspyrnumanna. Myndina af þeim má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner