Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. nóvember 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pressan eykst á De Gea - Ekki verið sannfærandi
Mynd: Getty Images
David de Gea, markvörður Manchester United, virðist vera að missa stöðu sína sem aðalmarkvörður spænska landsliðsins.

De Gea er yfirleitt alltaf frábær þegar hann leikur með Manchester United en hann hefur ekki náð sömu hæðum með spænska landsliðinu.

Hann hefur verið aðalmarkvörður síðan Iker Casillas missti sætið sitt en samkvæmt spænskum fjölmiðlum er pressan farin að aukast á De Gea sem hefur ekki sýnt mikið með Spáni.

De Gea hefur verið að gefa ódýr mörk og samkvæmt spænska dagblaðinu AS þá er Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, orðinn þreyttur á því.

Enrique á að hafa sagt við De Gea að hann sé ekki lengur öruggur með byrjunarliðssæti.

Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, mun fá tækifæri í vináttulandsleik gegn Bosníu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner