Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. nóvember 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah við litla stelpu: Vonandi sýnir kennarinn skilning
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, reyndist hetja egypska landsliðsins er það vann Túnis 3-2 í undankeppni Afríkumótsins í gær, föstudag.

Staðan var 2-2 þegar uppbótartími hófst en þá reyndist Salah vera hetjan.

Hann fékk boltann við teiginn, tók þríhyrningaspil við samherja áður en hann fékk boltann aftur. Hann lék þá á varnarmann og vippaði boltanum í netið.

Markið kom seint en það kom og það er það sem skiptir máli.

Á netinu hefur mynd af stúlku með stórt spjald sem á stendur, „Salah, gerðu það skoraðu. Ég þarf að fara heim að læra," vakið mikla athygli.

Salah ákvað að svara stúlkunni.

„Ég reyndi eins og ég gat að leyfa þér að fara snemma heim, afsakaðu að ég hélt þér á vellinum fram á síðustu stundu. Vonandi sýnir kennarinn þér skilining," skrifaði Salah.

Tíst Salah og mark hans má sjá hér að neðan.






Athugasemdir
banner
banner
banner