Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 17. nóvember 2018 20:30
Arnar Helgi Magnússon
„Þjálfarinn mætti beint úr fangelsinu á æfingu"
Icelandair
Ari Freyr á æfingu úti í Belgíu
Ari Freyr á æfingu úti í Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur mikið gengið á hjá Lokeren, liði Ara Freys Skúlasonar á leiktíðinni. Liðinu hefur gengið illa og þjálfari félagsins var handtekinn grunaður um spillingu.

Peter Maes, fyrrum þjálfari Lokeren var handtekinn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu svikamáli í belgíska boltanum þar sem verið er að skoða hvort leikjum hafi verið hagrætt.

Maes tók við Lokeren fyrir ári síðan en þá var Rúnar Kristinsson látinn víkja úr þjálfarastólnum.

Trond Sollied, 59 ára Norðmaður tók við liðinu en Arnar Þór Viðarsson stýrði liðinu tímabundið meðan það var í þjálfaraleit. Hann hafði sjálfur ekki áhuga á starfinu.

Ari Freyr Skúlason segir að þetta tímabil sé búið að vera skrautlegt.

„Þessi rannsók er massíft dæmi og þetta er alls ekki búið. Klúbburinn var síðan síknaður sem og forseti klúbbsins, svo að það var ekkert skuggalegt í gangi þar, við þurfum bara að rífa okkur í gang í deildinni og byrja að vinna leiki."

„Þjálfarinn (Maes) var í fangelsi og var ekki með í tvo daga og svo allt í einu er hann mættur beint úr fangelsinu á æfingu, þetta var mjög sérstakt. Við náðum síðan ekki að vinna þennan leik eftir að hann kom til baka og þá var þetta bara búið."

Sjá einnig:
Ari Freyr: Á eftir að spila markvörð og framherja
Athugasemdir
banner
banner
banner