Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. nóvember 2018 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðverjar fara niður í B-deild með Íslandi
Neuer er fyrirliði þýska landsliðsins.
Neuer er fyrirliði þýska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Það er orðið ljóst að Þýskaland, þetta stórveldi í fótboltanum sem varð síðast Heimsmeistari árið 2014, er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Þýskaland fer niður í B-deildina ásamt Íslandi og Póllandi sem eru líka fallin úr A-deild.

Það varð ljóst í gær að Þýskaland myndi falla, eftir sigur Hollands á ríkjandi Heimsmeisturum Frakklands. Þýskaland er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki, fimm stigum á eftir Hollandi.

Þýskaland hefur verið á niðurleið síðustu mánuði. Liðið átti arfaslakt Heimsmeistaramót og spurning er hvort tími sé kominn á nýjan þjálfara. Joachim Löw hefur þjálfað liðið í 12 ár.

Þýskaland á eftir að mæta Hollandi. Sá leikur mun skera úr um það hvort Hollandi vinni riðilinn eða ekki.

Þýskaland, Ísland og Pólland eru fallin úr A-deild, en það á eftir að koma í ljós hvað fjórða liðið verður. Það verður annað hvort Króatía eða England.

Upp úr B-deildinni eru komin Úkraína, Bosnía og Danmörk. Svíþjóð eða Rússland verður fjórða liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner