Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. nóvember 2018 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tobias Thomsen á leið aftur í KR
Tobias skoraði níu mörk fyrir KR í Pepsi-deildinni sumarið 2017.
Tobias skoraði níu mörk fyrir KR í Pepsi-deildinni sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Danski framherjinn Tobias Thomsen er á leið aftur í KR. Þetta herma öruggar heimildir Fótbolta.net.

Tobias er danskur framherji, fæddur árið 1992, sem kom fyrst hingað til lands sumarið 2017 og gekk þá í raðir KR. Hann skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni sumarið 2017.

Hann samdi svo við nágranna KR í Val fyrir tímabilið sem var að klárast en hann fékk ekki að spila mikið hjá Íslandsmeisturunum í sumar og ákvað því að leita sér aftur að nýju liði.

Hann virðist vera búinn að finna sitt "nýja lið", ef hægt er að segja það. Hann er á leið aftur í KR.

KR hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og mun leika í Evrópukeppni á næsta tímabili.

Tobias verður fjórði leikmaðurinn sem KR nælir í eftir að síðasta tímabili lauk. Hinir leikmennirnir eru Arnþór Ingi Kristinsson, Alex Freyr Hilmarsson og Ægir Jarl Jónasson.

Sjá einnig:
Tobias ræðir við íslensk félög - Vill ekki „hlaupa í burtu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner