lau 17. nóvember 2018 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Neymar sá um Úrúgvæ
Neymar skoraði mark Brasilíu
Neymar skoraði mark Brasilíu
Mynd: Getty Images
Þrír öflugir vináttulandsleikir voru spilaði í gær og í nótt en Brasilía vann Úrúgvæ 1-0.

Neymar skoraði eina mark leiksins er Brasilía vann Úrúgvæ 1-0 en markið kom úr vítaspyrnu um það bil fimmtán mínútum fyrir leikslok. Allan, leikmaður Napoli, spilaði sinn fyrsta landsleik og almenn gleði hjá Brasilíumönnum.

Argentína vann þá Mexíkó 2-0. Varnarmaðurinn öflugi Ramiro Funes Mori skoraði fyrra markið en það síðara var sjálfsmark.

Það var svo fimm marka veisla er Kosta Ríka vann Síle. Kendall Waston skoraði tvö fyrir Kosta Ríka en Síle menn voru of seinir í gang. Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, skoraði sárabótamark fyrir Síle undir lokin.

Úrslit og markaskorarar:

Úrúgvæ 0 - 1 Brasilía
0-1 Neymar ('76, víti )

Argentína 2 - 0 Mexíkó
1-0 Ramiro Funes Mori ('45 )
2-0 Isaac Brizuela ('83, sjálfsmark )

Sílea 2 - 3 Kosta Ríka
0-1 Kendall Waston ('36 )
0-2 Kendall Waston ('60 )
0-3 Ronald Mattarita ('64 )
1-3 Sebastian Vegas ('70 )
2-3 Alexis Sanchez ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner