Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Langflestir leikmenn HM spila í enska boltanum
Manchester City á marga leikmenn sem fara á HM.
Manchester City á marga leikmenn sem fara á HM.
Mynd: Getty Images
Gavi er meðal yngstu leikmanna mótsins.
Gavi er meðal yngstu leikmanna mótsins.
Mynd: EPA

Allar þjóðir hafa tilkynnt lokahópa sína fyrir HM í Katar sem hefst á opnunarleik Katar gegn Ekvador á sunnudaginn.


Þegar rýnt er í tölfræðina þá kemur í ljós að langflestir leikmenn mótsins spila í enska boltanum, en þeir eru 163 talsins. Þetta þýðir að einn fimmti af leikmönnum heimsmeistaramótsins spila á Englandi. Þar af eru 134 í úrvalsdeildinni, 25 í Championship, tveir í C-deild og tveir í D-deild.

Spænska deildin á 86 leikmenn á HM og svo koma þýsku (81), ítölsku (70) og frönsku (58) deildirnar þrátt fyrir að Ítalía hafi ekki komist á HM.

Þegar fjöldi leikmanna frá einstökum félagsliðum er skoðaður trónir FC Bayern á toppnum með 17 leikmenn á HM en Manhester City og Barcelona fylgja fast á eftir með 16 leikmenn. Al-Sadd er með 15 landsliðsmenn Katar á sínum snærum og svo eru 14 HM-farar í herbúðum Manchester United og 13 hjá Real Madrid.

Þegar aldur leikmanna og reynsla þeirra er skoðuð er ýmislegt sem kemur í ljós. Heimamenn í Katar eru með mestu reynsluna og hafa samanlagt spilað 1472 leiki fyrir þjóð sína. Belgía er í öðru sæti þar með 1340 leiki og svo koma Mexíkó og Úrúgvæ í næstu sætum fyrir neðan. Þessar tölur haldast þó ekki í hendur við tölur elstu liða mótsins þar sem hæsti meðalaldurinn er hjá Íran, Mexíkó, Túnis, Argentínu oig Brasilíu.

Á hinum endanum eru Gana, Marokkó, Ástralía og Kamerún með óreyndustu landsliðin. Leikmenn Gana hafa til að mynda aðeins spilað 438 landsleiki samanlagt, sem eru rétt rúmlega tvöfalt fleiri landsleikir en Cristiano Ronaldo hefur spilað á ferlinum. Gana er einnig með yngsta lið keppninnar, 25 ára og 110 daga að meðaltali, en svo koma Bandaríkin með næstyngsta lið keppninnar á undan Ekvador, Spáni og Kamerún.

Youssoufa Moukoko, sem á 18 ára afmæli sama dag og heimsmeistaramótið fer af stað, verður meðal yngstu leikmanna mótsins. Hann er fæddur sama ár og Garang Kuol (Ástralía), Gavi (Spánn), Jewison Bennette (Kosta Ríka), Bilal El Khannous (Marokkó) og Abdul Fatawu Issahaku (Gana).


Athugasemdir
banner