fim 17. nóvember 2022 09:49
Elvar Geir Magnússon
Þjóðverjar mættir til Doha
Þýska liðið er lent í Katar.
Þýska liðið er lent í Katar.
Mynd: Getty Images
Klukkan er komin yfir hádegi í Katar og landslið Þýskalands er mætt til Doha. Liðið flaug frá Óman þar sem það vann 1-0 sigur í vináttulandsleik í gær.

Hansi Flick hefur yfir gríðarlega sterkum leikmannahópi að ráða en framundan er riðill sem innheldur Spán, Japan og Kosta Ríka.

Meðal leikmanna í hópnum er ungstirnið Jamal Musiala sem getur orðið yngsti Þjóðverinn til að spila á HM síðan 1958.

Þessi hæfileikaríki leikmaður er með mikinn sköpunarmátt og vill helst spila í 'tíunni'. Hann lék á sínum tíma fyrir yngri landslið Englands og hefur skorað tólf mörk og átt níu stoðsendingar í 22 leikjum fyrir Bayern á þessu tímabili.

Fyrsti leikur Þýskalands verður næsta miðvikudag, gegn Japan. Þjóðverjar ollu gríðarlegum vonbrigðum á HM 2018 þar sem liðið endaði í neðsta sæti riðilsins.
HM hringborðið - Innistæða fyrir danskri bjartsýni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner