Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. desember 2018 10:00
Elvar Geir Magnússon
7 dagar til jóla - Heimsliðið: Varnarsinnaður miðjumaður
Oliver velur Busquets.
Oliver velur Busquets.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Oliver Sigurjónsson, Bliki og leikmaður Bodö/Glimt í Noregi, velur varnarsinnaðan miðjumann í heimsliðið. Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona, er valinn.

„Hann er búinn að vera góður/mikilvægasti/besti djúpi miðjumaður í heimi í 10 ár eða síðan Guardiola henti Ronaldinho, Deco og Dos Santos til að hafa stöðuga miðju," segir Oliver.

„Hann þarf ekki að vera í tæklingum eða út um allt. Því staðsetningar, lesa leikinn, halda stöðu, verja vörnina og leysa erfiðar stöður með boltann gerir hann að þeim besta. Búinn að vinna 30 titla á 10 árum."

Varnarsinnaður miðjumaður - Sergio Busquets
30 ára - Á 111 landsleiki fyrir Spánverja.

Fimm staðreyndir um Busquets:
- Pabbi hans, Carles, var einnig leikmaður Barcelona í fjöldamörg ár. Hann var markvörður og var nánast allan tímann varamarkvörður.

- Busquets lék sinn 100. landsleik fyrir Spán í 1-0 sigri gegn Ísrael í undankeppni HM.

- Busquets var mjög náinn afa sínum í móðurætt og er með húðflúr með arabísku letri á vinstri hendinni sem er tileinkað honum.

- „Þegar við erum í vandræðum, þá mætir hann," sagði Lionel Messi um Busquets sem oft er kallaður 'vanmetnasti' leikmaður heims.

- Busquets hefur aldrei spilað fyrir neitt annað félag í meistaraflokksbolta en Barcelona.




Sjá einnig:
Markvörður - Hugo Lloris
Hægri bakvörður - Dani Alves
Miðvörður - Sergio Ramos
Miðvörður - Raphael Varane
Vinstri bakvörður - Marcelo
Athugasemdir
banner
banner