Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. desember 2018 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dramatískur sigur Atalanta gegn Lazio
Mynd: Getty Images
Atalanta 1 - 0 Lazio
1-0 Duvan Zapata ('1)

Það var ótrúlega mikil dramatík á lokasekúndum viðureignar Atalanta og Lazio í baráttunni um Evrópusæti í ítalska boltanum.

Duvan Zapata kom heimamönnum yfir eftir 57 sekúndur þegar Stefan Radu náði ekki að hreinsa fyrirgjöf úr teignum. Radu hreinsaði boltann til Zapata sem skoraði af stuttu færi, en þetta var hans sjötta mark í síðustu sex deildarleikjum.

Gestirnir frá Róm leituðust eftir jöfnunarmarki og voru duglegir við að koma sér í góðar stöður en Sergej Milinkovic-Savic og Ciro Immobile skutu knettinum ýmist yfir eða framhjá marki heimamanna.

Þegar Atalanta virtist vera að sigla sigrinum í höfn náði varnarmaðurinn Francesco Acerbi að jafna leikinn með skallamarki eftir fyrirgjöf frá vinstri kanti. Markið virtist gott og gilt en dómarinn ákvað að stöðva leikinn því aðstoðardómararnir í VAR herberginu sáu eitthvað athugavert við markið.

Leikmenn og áhorfendu biðu í nokkrar mínútur eftir útskýringum, þar til dómarinn dæmdi markið ógilt við litla hrifningu leikmanna Lazio en mikinn fögnuð heimamanna í stúkunni.

Acerbi var með hægri fótinn nokkra sentimetra í rangstöðu þegar fyrirgjöfin barst og því rétt ákvörðun hjá dómarateyminu, þó hún hafi tekið alltof langan tíma.

Atalanta er núna einu stigi eftir Lazio í Evrópubaráttunni og tveimur stigum frá AC Milan, sem er í Meistaradeildarsæti og á leik til góða gegn Bologna annað kvöld.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner