Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. desember 2018 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Rabiot hafnar nýjum samning frá PSG - Stjórnin brjáluð
Rabiot er 23 ára gamall og á 6 A-landsleiki að baki fyrir Frakkland. Juventus, Barcelona og AC Milan eru meðal áhugasamra félaga.
Rabiot er 23 ára gamall og á 6 A-landsleiki að baki fyrir Frakkland. Juventus, Barcelona og AC Milan eru meðal áhugasamra félaga.
Mynd: Getty Images
Stórlið víða um Evrópu hafa mikinn áhuga á franska miðjumanninum Adrien Rabiot, sem verður samningslaus næsta sumar.

Rabiot hefur leikið fyrir Paris Saint-Germain allan ferilinn að undanskildum nokkrum mánuðum þegar hann var lánaður til Toulouse 2013.

PSG bauð Rabiot samning í síðustu viku en Frakkinn hafnaði honum og ætlar að leita á önnur mið. Hann getur því annað hvort farið frítt næsta sumar eða verið seldur til hæstbjóðanda í janúar.

„Leikmaðurinn sagði mér að hann myndi ekki að skrifa undir nýjan samning til að yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar," sagði Antero Henrique, yfirmaður íþróttamála hjá PSG.

„Það eru mjög skýrar afleiðingar fyrir leikmanninn, hann verður bekkjaður út tímabilið. Fyrir upphaf tímabilsins komumst við að munnlegu samkomulagi um að leikmaðurinn myndi skrifa undir nýjan samning en nú hefur hann bakkað út úr því.

„Það lítur út fyrir að leikmaðurinn og umboðsmaður hans hafi afvegaleitt okkur viljandi í nokkra mánuði. Leikmaðurinn hefur sýnt félaginu og stuðningsmönnum mikla vanvirðingu, sérstaklega í ljósi þess að hann er uppalinn hérna."

Athugasemdir
banner
banner
banner