Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. desember 2018 08:26
Magnús Már Einarsson
Tekur Mourinho við Inter?
Powerade
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Reece Oxford er orðaður við Everton.
Reece Oxford er orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho kemur talsvert fyrir í slúðurpakka dagsins. Kíkjum á allt það helsta.



Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að það yrði ekker stórmál ef Paul Pogba (25) yrði seldur frá félaginu næsta sumar. (Sky Sports)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að það hafi verið rétt að nota Pogba ekki í leiknum gegn Liverpool í gær. (Times)

Inter gæti boðið Mourinho að taka við liðinu á nýjan leik næsta sumar en Luciano Spalletti þjálfari liðsins gæti verið að missa starfið. (Express)

Raul Jimenez, framherji Wolves, vonast til að sannfæra félagið um að kaupa sig á 30 milljónir punda næsta sumar. Jimenez er á láni hjá Wolves frá Benfica. (Times)

Iker Casillas, fyrrum markvörður Real Madrid, gagnrýndi Jose Mourinho eftir tap Manchester United gegn Liverpool í gær. „Á hvaða tímapunkti sérðu að þjálfari á ekki að halda áfram að stýra liði?" (Mirror)

Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að félagið eigi ekki mikla möguleika á að styrkja sig í janúar en að hann ætli að líta í kringum sig. (Mail)

Everton hefur blandað sér í baráttuna um Reece Oxford (20) varnarmann West Ham. (Mail)

Barcelona hefur sett saman sjö framherja óskalista til að leysa Luis Suarez (32) af hólmi. (Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá Eder Militao (20) frá fyrrum félagi sínu Porto. (Star)

Neil Warnock, stjóri Cardiff, ætlar að styrkja tvær til þrjár stöður í janúar. (Sky Sports)

Bruce Buck, formaður Chelsea, ræddi við stuðningsmenn liðsins fyrir leikinn gegn Brighton í gær og biðlaði til þeirra að hætta með kynþáttafordóma sem hafa heyrst á síðustu tveimur leikjum. (Guardian)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill drepa slæma hegðun og kynþáttafordóma í fótboltanum. (Guardian)

Pochettino segir að leikmenn Arsenal hafi ekki sýnt virðingu eftir sigurinn á Tottenham á dögunum en þessi lið mætast aftur í enska deildabikarnum á miðvikudaginn. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner